Um okkur

Pappír hf

Fyrirtækið Pappír hf var stofnað árið 1988 af Sigurði Jónssyni og fjölskyldu hans. Allt frá stofnun hefur Pappír hf verið í eigu fjölskyldunnar og starfa fjölskydumeðlimir við reksturinn.

Frá uppahfi hefur Pappír hf sérhæft sig í framleiðslu og sölu á búðarkassa- reiknivéla-og posarúllum og í seinni tíð einnig bætt við umbúðapappír, apótekarapokum og pappírsburðarpokum. Með auknum kröfum um gæði og öryggi vörunnar ásamt verði hefur Pappír hf endurnýjað vélakost sinn reglulega og er nú með fullkomnustu vélasamstæðu sem fáanleg er til framleiðslu á kassa-og posarúllum.

Árið 2008 keypti Pappír hf allar vélar prentsmiðjunnar Arnarprents og geta nú boðið alla almenna prentun. Pappír hf starfar í rúmgóðu eigin húsnæði við Kaplahraun í Hafnarfirði og kappkostar að veita þá bestu þjónustu sem unnt er.

Meðal traustra viðskiptavina eru flestir stórmarkaðir landsins, apótek og bankar að ótöldum fjölda góðra fyrirtækja af öllum stærðum. Pappír hf annast alla dreyfingu til viðskipavina á höfuðborgarsvæðinu með eigin bíl og að jafnaði er afgreiðslutími innan við einn sólarhringur.

Hafa samband

8 + 0 = ?

Hér erum við